Kortlagning klaustra á Íslandi
Kortlagning klaustra á Íslandi
English below
Sumarið 2013 hófst fornleifarannsókn sem miðaði að því að skrá minjar klaustranna fjórtán sem rekin voru á Íslandi á kaþólskum tíma (1000-1550). Ætlunin var að greina ástæður stofnunar hvers klausturs fyrir sig, kanna rekstur þeirra og sögu en ekki síst að finna nýjar vísbendingar um hlutverk þeirra innan íslensks samfélags og rýna í innra starf þeirra með aðferðum fornleifafræðinnar. Stóra markmiðið var að skoða áhrif klaustranna og umsvif í íslensku miðaldasamfélagi.
Rannsókninni lauk síðla árs 2017 með útgáfu bókarinnar „Leitin að klaustrunum“ sem Sögufélag gaf út í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands. Bókin hlaut Viðurkenningu Hagþenkis, Menningarverðlaun DV og lenti í 1. sæti í vali bóksala á bestu bók ársins 2017. Þá var bókin tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna í flokki fræðirita.
Rannsóknin var unnin fyrir fjárframlög frá Rannsóknasjóði Íslands (Rannís), Rannsóknasjóði Háskóla Íslands og samstarfsaðilum. Þeir voru Mark Graham hjá Grampus Heritage and Training Ltd., próf. em. Inger Larsson hjá Stockholms universitet, Per Arvid Åsen grasafræðingur hjá Agder museum og botanisk hage í Kristiansand og Samson B. Harðarson lektor hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.
Mapping Medieval Monasticism in Iceland
The project was run from 2013 to 2017 but the aim of it was to map all possible remains of the fourteen monastic institutions that were operated in Iceland during the Catholic times there (1000–1550). The study was funded with contributions from the Icelandic Research Fund (Rannís), the University of Iceland Research Fund and Grampus Heritage and Training Ltd. A monograph about the research, Leitin að klaustrunum, was published by Sögufélag in 2017. The book was nominated to The Icelandic Literary Prize, Fjöruverðlaunin (women literary prize), Cultural Prize of DV and the Hagþenkir Prize, which the book recognized in 2018.
Skýrslur og greinar / Reports and articles
- Efni vantar
Efni vantar
Efni vantar
- Áfangaskýrsla 2013
- Architecural Images (in English)
- Einsetulifnaður
- Flotation Sampling Procedure (in English)
- Gjóskulög 2014
- Gjóskulög 2015
- Gjóskulög 2016
- Gripir 2016
- Heimildir I
- Heimildir II
- Jarðgöng á klausturstöðum
- Kolefnisaldursgreiningar I
- Kolefnisaldursgreiningar II
- Monasteries in the Archdiocese in Niðaros (in English)
- Radarmælingar
- Resistance and gradiometer survey (in English)
- Þjóðleiðir
- Ættartengsl
- Örnefni