Þingeyraverkefnið
Þingeyraverkefnið
English below
Markmiðið með Þingeyraverkefninu er að rannsaka Þingeyrar í Húnaþingi sem menningar- og valdamiðstöð í lengri tíma. Talið er að Húnavatnsþing hafi verið haldið á þar á fyrri hluta þjóðveldisaldar en á Þingeyrum var síðan frá 1133–1551 rekið klaustur af reglu Benedikts, lengst allra klaustra á Íslandi. Eftir lokun klaustursins settust svo að á Þingeyrum umboðsmenn Danakonungs. Sáu þeir um klaustureignirnar, auk þess að starfa sem sýslumenn.
Árið 1812 komst jörðin síðan í einkaeigu þegar klausturhaldarinn og sýslumaðurinn Björn Ólsen keypti hana af Danakonungi. Hafði hann þá haft umsjón með Þingeyraklaustursumboði um átta ára skeið.
Uppgröftur á Þingeyrum hófst eftir margra ára undirbúning sumarið 2018 þegar fjárframlag var veitt til hans úr Fornminjasjóði. Undirbúningurinn, sem þá hafði staðið yfir frá árinu 2014, var fjármagnaður fyrir framlög frá Rannsóknasjóði, landeigendum, Heklu bílaumboði og CreditInfo.
Nýr áfangi hófst í rannsóknum á Þingeyrum vorið 2020 þegar fjárframlag var veitt til þeirra úr sjóðnum RÍM (Ritmenning íslenskra miðalda).
Á komandi árum verður lögð sérstök áhersla á að kanna þá ritmenningu sem einkenndi starfsemi Þingeyraklausturs, annars vegar með rannsókn á varðveittum handritum þaðan og hins vegar fornleifauppgrefti á rústum þess. Miðað er við að vinna við þennan áfanga muni standa til ársloka 2024.
The Þingeyrar project
The objective of the project is to study Þingeyrar in Húnaþing as a center of culture and governance over a long time. It is believed that the assembly for the Northern quarter of Iceland, Húnavatnsþing, was held there during the first decades of the Icelandic Commonwealth period (AD 930–1262). During the period from 1133–1551 a Benedictine monastery was operated there – longest of all monasteries operating in Iceland. After the closure of the monastery, agents of the Danish king resided at Þingeyrar as the keepers of the monastic properties. They also acted as the local sheriffs on his behalf. In 1812 Þingeyrar came into private ownership but this was when the sheriff Björn Ólsen bought it from the Danish king.
Excavation at Þingeyrar began after many years of preparation in the summer of 2018 when a financial contribution was granted to the project for one season from the Archeology Fund. The preparations were financed for contributions from Icelandic Research Fund, landowners, the Hekla car dealership and CreditInfo.
In 2020, a new epoch started in the project with funding from a new fund, RÍM. A special emphasis will be placed on examining the literary culture that characterized the activities of Þingeyraklaustur. This will on the one hand be done through a study of preserved manuscripts from there but on the other hand archeological excavations on its ruins. This epoch is expected to last until the end of 2024.