Um Steinunni

Steinunn Kristjánsdóttir lauk doktorsprófi í fornleifafræði við frá Gautaborgarháskóla árið 2004. Hún var stundakennari við Háskóla Íslands árið 2005 en tók ári síðar við sameiginlegri stöðu lektors í fornleifafræði við Þjóðminjasafn Íslands og Háskóla Íslands. Steinunn fékk framgang í stöðu dósents í júní 2009 og síðan prófessors í júlí 2012. Frá 2018 hefur hún eingöngu starfað við Háskóla Íslands og sinnt þar kennslu og rannsóknum. Steinunn var forseti Deildar heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði 2018–2022. 

Kennslusvið Steinunnar liggur innan miðaldafræða og kynjafornleifafræði. Helstu rannsóknasvið hennar eru miðaldafornleifafræði, kirkjusaga, klaustur og klausturstarfsemi.

Meira um Steinunni

Í vinnslu

Rannsóknargátt Steinunnar

Image
Steinunn Kristjánsdóttir