Mörk heiðni og kristni

Image
Á myndinni má sjá fólk reisa byggingu úr torfi. Það er uppi á þaki hennar.

Mörk heiðni og kristni

English below

 

Mörk heiðni og kristni var rannsókn sem stóð yfir tímabilið 1997-2000. Vinnu við rannsóknina er lokið en Steinunn nýtti hana til doktorsprófs í fornleifafræði við Háskólann í Gautaborg. Doktorsritgerð hennar The Awakening of Christianity in Iceland kom út árið 2004.

Markmið

Markmiðið var að rannsaka uppruna og útbreiðslu kristni á Íslandi frá landnámi til 1200.

Rannsóknaráherslur

Kristnitaka norrænna manna hefur verið löngum verið vinsælt rannsóknarefni meðal fræðimanna, ekki síður á Íslandi en í nágrannalöndum okkar. Í gegnum tíðina hafa slíkar rannsóknir litast af straumum og stefnum samtímans, rétt eins og öll önnur fræðileg umræða, en segja má þó að ritaðar heimildir sé sá öxull sem þær hafa ætíð snúist um.

Íslenskar ritheimildir miðalda gefa til kynna að kristnitakan hafi gengið átakalítið fyrir sig, að útbreiðsla kristni hafi verið á höndum yfirvalda og að hún ekki hafist að marki fyrr en að henni lokinni, enda sú mynd sem þar er dregin fram í dagsljósið án efa lituð pólitískum viðhorfum kristinna manna í áhrifastöðum íslensks miðaldasamfélags.

Með því að styðjast fyrst og fremst við vitnisburð fornleifanna var áhersla lögð á að skoðað betur uppruna og útbreiðslu kristni fyrir kristnitöku, sem og áhrif hennar á kristnitökuferlið, frekar en að skoða kristnitökuna sjálfa og uppbyggingu kirkjunnar sem stofnunar eftir að kristni hafði verið lögleidd hér á landi um árið 1000. Segja má því að með þessari nálgun hafi upphaf og þróun kristni á Íslandi verið skoðuð í gegnum grasrótina.

Gengið var út frá því að kristnitökuferlið hafi verið langt og flókið að það hafi hafist hér á landi þegar við landnám, því hafa ber í huga að íbúar Bretlandseyja höfðu meðtekið kristni fyrst í Wales við upphaf 5. aldar, á Írlandi hálfri öld síðar og í Skotlandi  snemma á 7. öld. Kristinna áhrifa fer síðan að gæta í löndum norrænna manna í Skandinavíu skömmu síðar. Segja má því að kristnitökuferlið hafi verið byrjað meðal þeirra þjóðfélagshópa er byggðu Ísland áður en vitneskja um landið lá fyrir.

Efniviður

Í rannsóknarverkefninu Mörk heiðni og kristni var fyrst og fremst stuðst við vitnisburð fornleifanna, sér í lagi frá tveimur uppgröftum sem fram fóru á Geirsstöðum í Hróarstungu á árið 1997 og á Þórarinsstöðum í Seyðisfirði árin 1998 -1999, auk annarra eldri fornleifarannsókna á Íslandi og í nágrannalöndunum. Það er ekki þar með sagt að allar aðrar greinar hugvísinda hafi verið útilokaðar frá rannsókninni, heldur voru niðurstöður settar í sögulegt samhengi þar sem trúarbragðafræði og kirkjusaga léku stórt hlutverk.

Niðurstöður

Rannsóknir á kristnitöku Íslendinga byggjast í raun á nálgun viðfangsefnisins. Segja má að þau sem sjónarhorn sem lesa má af rituðum heimildum eða þau sjónarhorn sem fornleifafræðin geymir eigi öll við rök að styðjast, hvert á sinn hátt. Ef ferlið skoðað út frá sjónarhorni ritaðra heimilda með skipulagningu og mótun í huga er greinilegt að kristnitakan var pólitísk ákvörðun ráðamanna. Kristin trú varð með því að mikilvægu vopni til handa þeim sem völdin höfðu, enda kemur það skýrt fram í uppbyggingu kirkjunnar sem stofnunar síðar meir.

Ef kristnitökuferlið skoðað út frá sjónarhorni fornleifafræðinnar, sem geymir jafnt leifar grasrótarinnar sem yfirstéttarinnar, má sjá merki þess að jarðvegurinn hafi plægður og hugsanlegt er að hin pólitíska ákvörðun hafi verið tekin af yfirvöldum í þeim tilgangi að halda völdum vegna þrýstings frá almenningi en fáir hafa dregið dul á það að kristnin var hið sigrandi afl þessa tíma. Spurningin felst í því hvort skilgreina eigi kristnitökuna sem pólitíska ákvörðun tekna af yfirvöldum og rannsaka hana sem slíka eða hvort skoða beri hvern þátt ferilsins alls þar sem hin einstaklingsbundna kristnitaka gengdi veigamiklu hlutverki í því að kristin trú breiddist út meðal almennings og var lögtekin á Íslandi.

Hvorki torfkirkjan á Geirsstöðum né timburkirkjan á Þórarinsstöðum geta talist vera séríslenskt fyrirbæri. Ef litið er nánar á dreifingu þessara tveggja gerða af kirkjum og útbreiðslu tilviljanakenndrar kristni og skipulegs trúboðs má skýrt greina að timburkirkjan tengist svæðum engilskandinavískrar kristni á meðan torfkirkjurnar tengjast svæðum sem gátu rakið rætur sínar til írsk-skoskrar kristni.

Fram hefur komið að í rituðum miðaldaheimildum er lögð áhersla á hið opinbera trúboð sem beint var fyrst og fremst að yfirvöldum í viðkomandi landi og það gert að aðalatriði í kristnitökunni, frekar en að beina athyglinni að hinni tilviljanakenndu útbreiðslu kristni sem viðgekkst á meðal almennings. Niðurstaða mín er því í stuttu máli sú að rekja megi uppruna einkakirknanna til tilviljanakenndrar útbreiðslu (infiltration) írsk-skoskrar kristni meðal almennings. Aftur á mót má rekja uppruna timburkirkjunnar á Þórarinsstöðum til skiplegs trúboðs (mission) runnið undan rótum engilskandinavískrar kristni sem beint var að yfirvöldum í landinu.

Tími tilviljunarkenndrar útbreiðslu kristni og skipulegs trúboðs hefur án efa skarast. Reikna má með að tilviljanakennda útbreiðsla kristni hafi hafist þegar við landnám en náð hámarki um og eftir kristnitökuna á Alþingi árið 1000. Hið skipulagða trúboð hefur að líkindum hafist mun seinna og haldið áfram eftir að kristnitakan hafði átt sér stað, samtímis og skipulagning (organisation) kirkjunnar sem stofnunar hefur hafist.

Styrktaraðilar

  • RANNÍS
  • NorFA
  • Rafäel áætlun ESB
  • Leonard áætlun ESB
  • Minjasafn Austurlands
  • Seyðisfjarðarbær
  • Ríkissjóður

 

The Transition from Paganism to Christianity

The project Transition from Paganism and Christianity lasted from 1997-2000. The research has been completed, but Steinunn used it for her doctoral degree in archaeology at the University of Gothenburg. Her doctoral thesis The Awakening of Christianity in Iceland was published in 2004.

Aims

The aim of the project was to study the origin and spread of Christianity from the settlement of Iceland in the ninth century to AD 1200.

Objectives

The Conversion to Christianity has long been a popular topic of investigation in Iceland as much as in its neighbouring countries. Throughout time, the research has been coloured by contemporary theoretical approaching, just like any other academic research, but it can nevertheless be said that written sources have most commonly been the axis which they have revolved around.

According to Icelandic written sources the Conversion to Christianity was a peaceful act, completed at Alþingi around the year 1000, but led by the leading chieftains of that time in Iceland. With the Conversion, Icelanders decided to follow both canon and vernacular laws in their overall governing. Based on this decision, the Christianisation in Iceland has been observed as a top-down process; a process that only started thereafter.

Relying primarily on archaeological remains, this project aimed instead at investigating the Christianisation in Iceland from the bottom-up perspective. The emphasis was, in other words, placed on examining the origin and spread of Christianity before the formal Conversion, and its influence on the Christianisation process, rather than examining the government and formal structure of the church as an institution after Christianity had formally been legalized in the country around the year 1000.

Material

In the project, archaeological remains were primarily used, particularly from two excavations that took place at the church sites at Geirsstaðir in Hróarstunga in 1997 and at Þórarinsstaðir in Seyðisfjörður in 1998–1999. In Geirsstaðir, the ruin of a private church, built of turf, was found, but it dates to the late 10th century. In Þórarinsstaðir, on the other hand, the ruin of a wooden church was excavated, with earth dug down corner posts and timber walls resting on sills. The church, which dates to the 11th century, is identical to other early Christian church buildings excavated so far in Scandinavia. Moreover, in the ruin, an altar stone of porphyry was found, and three crosses carved from tufa. No artefacts were, whatsoever, found in the ruin of the Geirsstaðir church.

Neither the turf church excavated at Geirsstaðir nor the wooden church at Þórarinstaðir can be considered a uniquely Icelandic phenomenon. Nevertheless, they display two different kinds of Christianity and cultural traits. By taking a closer look at the distribution of these two types of churches, it is apparent that the turf churches are associated with areas that could trace their roots to Irish-Scottish Christianity, while the wooden church is associated with areas of Anglo-Scandinavian Christianity.

Results

These findings indicated, in short, that the Christianisation process was long and complicated, rather than based more and less on one single act. It appears, moreover, to have been minted by both non-Christian and Christian settlers, arriving from Scandinavia and the British Isles where Christianity had been known for centuries.

It is, moreover, clear that the Conversion to Christianity in Iceland was a political decision made by the ruling chiefs. Nevertheless, if the process of Christianization is examined from the perspective from below, it is apparent that the common people in Iceland had already cultivated the soil Christianity grew from – ending with the Conversion. It is even possible that the political decision to follow both canon and vernacular laws was made by the ruling authorities in order to maintain power due to pressure from the general public. Christianity was certainly the conquering force of this time.

My overall conclusion is, therefore, that the unorganized and organized spread of Christianity overlapped. It is apparent that the random spread of Christianity began already during the settlement period but reached its peak around and after the Conversion. The organized mission started and continued long after and is still ongoing.