Samspil manns og náttúru

Image
""

Samspil manns og náttúru

English below

Samfélag Benediktína á miðöldum á Íslandi

Samspil manns og náttúru er þverfagleg rannsókn á Benediktínaklaustrum sem rekin voru á Íslandi á miðöldum. Meginmarkmiðið er að varpa ljósi á sambúð þeirra við náttúrulegt umhverfi sitt. Helstu þemu verkefnisins beinast að rannsóknum á:

  • Hinni umfangsmiklu klæða- og bókaframleiðslu sem fram fór innan klaustranna og þeim auðlindunum sem hún krafðist.
  • Hutverki umhverfisins í daglegu lífi lærðra og leikna í tengslum við helgihald, tímamælingar, vatnsnýtingu og föstu.
  • Mataræði og lifnaðarháttum íbúa klaustranna og landnýtingu vegna skepnuhalds og hvers kyns ræktunar

Meðal viðfangsefna er að skoða hvernig klaustrin brugðust við harðærum, svo sem af völdum Svartadauða og Litlu ísaldarinnar en einnig hvernig kynjaðir þættir birtust í rekstri þeirra og loks þær fjölbreyttu leiðir sem klaustrafólk fór til þess að samstilla sig náttúrunni en halda um leið hollustu sinni við hefðir og siði Benediktína. Verkefnið er þverfaglegt en við rannsóknina verður leitað í smiðju fornleifafræði, sagnfræði, bókmenntafræði, náttúruvísinda og umhverfisfræða. Það er líklegt til að auka til muna núverandi þekkingu á umsvifum Benediktínaklaustra í Norður-Evrópu og þeim umhverfisáhrifum sem víðtæk starfsemi þeirra olli. Þá er þess vænst að verkefnið muni veita nýstárlega en mikilvæga innsýn í umræðu samtímans um sambúð manns og náttúru.

 

The Making of Benedictine Communities in Medieval Iceland

Between Man and Nature is a multi-disciplinary project that aims to study the Benedictine communities run in Iceland during the medieval time. The overarching aim is to elucidate the ways in which the Benedictine houses and their natural environments concurrently shaped each other. The project will focus on the main themes as follows:

  • The production of textiles and manuscripts within the settlements, which both required ample natural resources.
  • The role of the landscape in everyday life and in engagement with liturgy and prayer, for example through water management, timekeeping and fasting.
  • The diet of the religious and lay inhabitants in the monastic houses and its associated land-use through cultivation.

Some recurring questions within these themes concern the ways in which the religious houses responded to periods of hardship, such as caused by the Plague or the Little Ice Age, the significance of gender in their operation, and the diverse ways in which they synchronized with their surrounding environment while faithfully keeping their dedication to the Benedictine customs. With contributions from archaeology, history, literary studies, natural sciences and environmental studies, the project is expected to add considerably to the current knowledge on monasticism in Northern Europe and its environmental impact. The project has a great potential to extend significant new departure in monastic research, besides providing new insight into current debates about human/nature coexistence.

 

Klausturhald á Íslandi

Klaustrin á Íslandi voru flest rekin samkvæmt alþjóðlegum stöðlum og heyrðu þau ýmist undir reglu Benedikts eða Ágústínusar. Á kaþólskum tíma störfuðu ekki aðrar reglur hér á landi svo vitað sé. Reglur Benedikts og Ágústínusar áttu líka vel við Íslenskar aðstæður og þrifust klaustrin á landbúnaði og því sem sjórinn gaf rétt eins og almenningur gerði. Benediktsmunkar voru ekki prestar og voru því alltaf kallaðir munkar eða nunnur og var einkennisklæðnaður þeirra svartur. Bæði nunnuklaustrin sem voru starfrækt á Íslandi voru rekin samkvæmt reglu Benedikts. Reglur Benedikts gerðu kröfu um skírlífi og eignaleysi munka en öðru fremur almennt í daglegum háttum og líferni. Viðurlögum fylgdi hvers kyns syndum en brotin voru oftar en ekki afplánuð í samfélagsþjónustu innan veggja klaustra þeirra þar sem hrösulum og sjúkum var einnig boðið skjól. Þar innandyra var samhliða hvatt til hvers kyns samfélagslegra umbótaverka í gegnum ritun helgisagna og vinnslu klæða sem sýndu boðskap kaþólskrar kristni í máli og myndum. Fimm klaustur á Íslandi voru rekin undir reglum Benedikts en það voru Þingeyraklaustur, Munkaþverárklaustur og Hítardalsklaustur sem voru munkaklaustur og hinsvegar Kirkjubæjarklaustur og Reynistaðaklaustur sem voru nunnuklaustur.

Kirkjubæjarklaustur var fyrsta nunnuklaustrið sem var stofnað á Íslandi en það var stofnað árið 1186 af Þorláki helga Skálholtsbiskupi og klaustrið var rekið til ársins 1542. Þegar klaustrið á Kirkjubæ var stofnað hafði klausturhald hérlendis fest sig nokkuð vel í sessi enda liðnar nærri tvær aldir frá kristnitökunni á Íslandi. Vöxtur Rómarkirkju var mikill um alla álfuna. Íslenskar konur fylgdu með þessum hætti þeim straumum og stefnum sem ríktu í Evrópu á miðöldum. Um leið og þær stofnuðu fyrstu nunnuklaustrið styrktu þær stöðu sína gagnvart yfirráðum karla og gátu jafnframt verndað kynsystur sínar meira en nokkurn tíma fyrr. Fyrir tíma klaustursins var einseta eini raunverulegi kosturinn sem konur höfðu ef þær vildu komast hjá festum vegna hagsmuna eða vildu flýja úr hjónabandi. Það er því mögulegt að nunnuklaustrin hafi gegnt hlutverki athvarfs fyrir konur því þangað leituðu konur skjóls kyns síns vegna.

 

Yfirlit yfir sögu Kirkjubæjarklausturs og yfirmanna þess:

  • 1189-1210. Yfirmaður: Halldóra Eyjólfsdóttir. Vígð abbadís þremur árum eftir að Þorlákur helgi stofnaði klaustrið. Talin vera dóttir Eyjólfs Sæmundssonar prests í Odda.
  • 1210?-1217. Yfirmaður: Guðrún hin yngri. Engin deili á henni þekkt nema að hún var príorinna í Kirkjubæ, dáin 1217. Nunnur þar voru þá Halldóra og Þuríður, systur Magnúsar biskups.
  • 1217-1293. Yfirmenn: Digur-Helgi Þorsteinsson, Ögmundur sonur hans og fleiri. Biskup tekur forræðið af nunnunum og skipar staðarhaldara yfir Kirkjubæ 1218. Klaustrinu breytt í stórbú og stað. Klausturhald í lágmarki. Árið 1285 dó Þuríður príorinna í Kirkjubæ.
  • 1293 hefst klausturhald á ný undir fullri stjórn Ögöthu abbadísar. Hún var fyrsta abbadísin yfir Kirkjubæ í nærri átta áratugi. Agatha þessi var að öllum líkindum Ásbjörg Þorláksdóttir sem tók upp dýrlingsnafn við vígsluna. Hún var áður nunna í Kirkjubæ ásamt systrum sínum Guðrúnu og Þorgerði. Þær voru systur Árna Þorlákssonar biskups.
  • 12?-1343. Yfirmaður: Agatha Helgadóttir. Dóttir Ásgerðar Þorláksdóttur og Helga Loftssonar. Áttu líka Árna sem síðar varð biskup í Skálholti. Oft talið að Agatha Þorláksdóttir og Agatha Helgadóttir séu ein og sama manneskjan en ekki tvær mæðgur.
  • 1343-1361. Yfirmaður: Agnes. Hét áður Jórunn Hauksdóttir, dóttir Steinunnar Óladóttur og Hauks lögmanns Erlendssonar sem skrifaði Hauksbók. Lifði þann atburð að nunna úr klaustri hennar var brennd á báli.
  • 1361-1387. Yfirmaður: Þorgerður. Michael biskup svipti hana embætti af ókunnum ástæðum. Í hennar tíð lést Guðrún hin hafa, systir í klaustrinu.
  • 1387-1402. Yfirmaður: Halldóra Runólfsdóttir. Michael biskup vígði Halldóru abbadís í stað Þorgerðar en svipti hana valdi nokkrum mánuðum síðar. Var svo endurvígð sem abbadís, e.t.v. ekki fyrr en árið 1392 þegar Vilchin tók við embætti biskups af Michael. Halldóra lést í svartadauða árið 1402, ásamt sjö öðrum systrum. Sex lifðu.
  • 1403-1430. Yfirmaður: Guðrún Halldórsdóttir. Tók við embætti abbadísar á erfiðum tímum eftir svartadauða en lést sama ár og hún tók við embætti sem abbadís.
  • 1430-1440. Yfirmaður: Guðrún. Engin deili þekkt á henni, nema að í hennar tíð lagði systir ein, Margrét Þorbergsdóttir, 60 hundruð til klaustursins. Skipunartími óviss.
  • 1442-1488. Yfirmaður: Halldóra. Engin deili þekkt á henni og skipunartími óviss. Sveinn Jónsson prestur og ráðsmaður þar og stóð í viðskiptum fyrir abbadísina árið 1461.
  • 1488-1500. Yfirmaður: Oddný. Engin deili þekkt á henni og skipunartími óviss. Stefán biskup skipar Þórarin Oddson prest sem ráðsmann í klaustrinu í hennar tíð árið 1491.
  • 1500-1542. Yfirmaður: Halldóra Sigvaldadóttir. Fyrrum fóstra Gissurar biskups í Skálholti. Þegar hann gerðist hallur undir lútherstrú neitaði Halldóra honum um aðstoð þegar hann þarfnaðist hennar.
  • 1542. Klaustrinu lokað. Danakonungur áformaði að opna skóla í klaustrinu en af því varð ekki. Þá voru þar sex systur: Guðríður, Oddný, Arnleif, Ástríður, Margrét og Valgerður. Þeim var leyft að búa þar áfram á kostnað konungs.
  • 1554. Staðarhaldari varð Einar Árnason sem var um leið skipaður staðarhaldari yfir Skriðuklaustri.

Þingeyraklaustur var munkaklaustur sem var stofnað árið 1133 og var þar með fyrsta klaustrið sem  náði að festa sig í sessi á Íslandi. Klaustrið var starfrækt til ársins 1551 þegar það var lagt af í kjölfar siðaskiptanna. Klausturkirkjan var síðan sennilega í notkun í rúma hálfa öld eftir að klaustrinu var lokað. Þingeyrarklaustur var lengi vel ein auðugasta jörð Íslands en jafnframt gegndi klaustrið mikilvægu hlutverki í ritmenningu Íslendinga á miðöldum.

 

Yfirlit yfir sögu Þingeyraklausturs og yfirmanna þess:

  • 1133-1148. Yfirmaður: Vilmundur Þórólfsson. Nemandi Jóns Ögmundssonar, biskups á Hólum.
  • ?-1158. Yfirmaður: Nikulás Sæmundsson. Ekki er víst hvenær Nikulás var vígður en hann var orðinn ábóti árið 1153.
  • Bruni á Þingeyrum. Klaustrið var endurbyggt sama ár eða árið eftir.
  • 1158-1161. Yfirmaður: Ásgrímur Vestliðason. Lést í embætti.
  • 1162-1166. Yfirmaður: Þorbjörn. Nefndur í ábótatali Hauks Erlendssonar. Engin frekari deili á honum þekkt. Tveir munkar nefndir þar þá, Ögmundur og Rimbeglu.
  • 1166-1168. Yfirmaður: Hreinn Styrmisson. Einn af nemendum Jóns biskubs. Átti tvær dætur, Valdísi og Þorbjörgu með Hallberu Hrafnsdóttur. Vígður ábóti í Hítardal. Lést þar árið 1177.
  • 1169-1181. Yfirmaður: Karl Jónsson. Sagði af sér embætti árið 1181 og dvaldi hjá Sverri Noregskonungi.
  • 1181-1187. Yfirmaður: Kári Runólfsson. Sonur Runólfs, munks á Helgafelli. Lést í embætti.
  • 1187-1207. Yfirmaður: Karl Jónsson. Sá sami og fór til Noregs. Karl skrifaði eftir heimkomuna sögu Sverris konungs. Munkar voru þá í klaustrinu Oddur Snorrason og Gunnlaugur Leifsson sem skrifuðu sögu Ólafs Tryggvasonar konungs á latínu og á norrænu. Karl lést 1212 eða 1213.
  • 1207-1253. Yfirmaður: Þórarinn Sveinsson. Sat yfir fjóra áratugi í embætti og allt til dauðadags. Styrmir Kárason var munkur þar í hans tíð en hann varð síðar ábóti í Viðey.
  • 1254-1279. Yfirmaður: Vermundur Halldórsson. Í tíð Vermundar tók Jörundur biskup Þorsteinsson af klaustrinu tíundir sem Jón Ögmundsson á að hafa lagt til þess í upphafi. Hjá Vermundi lærði Hafliði prestur á Breiðabólstað, síðar ráðsmaður á Þingeyrum.
  • 1280-1299. Yfirmaður: Bjarni Ingimundarsson. Þótti bera með sér svo mikinn heilagleika að klukkur hringdu sjálfkrafa.
  • 1300-1309. Yfirmaður: Höskuldur. Dó manndauðavorið svonefnda árið 1309.
  • 1309-1338. Yfirmaður: Guðmundur. Systursonur Höskuldar ábóta. Var mjög annt um hag klaustursins, bæði fjárhag og eflingu menntunar innan þess. Lárentíus munkur nam hjá honum, sá er síðar varð biskup. Guðmundur gerðist munkur á Munkaþverá árið 1337 en andaðist ári síðar. Lík hans flutt aftur heim á Þingeyrar og greftrað þar. Missæti kom upp á milli Guðmundar og Hólabiskupa, fyrst Auðuns og svo Lárentíusar, vegna tíundanna sem teknar voru af klaustrinu. Áfrýjaði hann málinu til erkibiskups í Noregi. Dvaldi ytra í tvö ár til að fylgja því eftir. Guðmundur lét stækka klausturkirkjuna á Þingeyrum, fékk til hennar nýjan skrúða, bækur og klukkur. Árið 1315 var Klausturkirkjan stækkuð. Vígð af Auðuni biskupi. Nýjir gripir og innréttingar einnig.
  • 1340-1341. Yfirmaður: Björn Þorsteinsson. Var áður ábóti á Munkaþverá.
  • 1341-1344. Yfirmaður: Þorgeir príor. Sat við stjórnvölinn á meðan ábótalaust var um tíma.
  • 1344-1345. Yfirmaður: Eiríkur bolli Þorsteinsson. Ormur biskup Ásláksson tók af honum vald af ókunnum ástæðum aðeins ári eftir embættistökuna.
  • 1345-1350. Yfirmaður: Stefán. Var áður ábóti á Munkaþverá, líkt og Björn Þorsteinsson
  • 1350-1361. Yfirmaður: Arngrímur Brandsson. Var áður prestur í Odda og síðar óbreyttur munkur á Þingeyrum. Var hann borinn þungum sökum af „ljótustu“ málum og settur af. Flutti hann þá til Björgvinjar í Noregi og gerðist munkur þar. Var síðan skipaður ábóti aftur í kjölfar rannsókna á stjórn kirkjunnar á Íslandi. Arngrímur ritaði sögu Guðmundar biskups Arasonar og orti drápu um hann að honum látnum.
  • 1364-1385. Yfirmaður: Gunnsteinn. Í hans tíð fékk klaustrið jörðina Hæl að gjöf fyrir sáluhjálp og legstað.
  • 1385-1402. Yfirmaður: Sveinbjörn Sveinsson. Dó í plágunni fyrri. Aðeins einn munkur lifði hana af.
  • 1402?-1424?. Yfirmaður: Sr. Jón Þorfinnson. Hljóp að líkindum í skarðið þegar ábótalaust var eftir pláguna.
  • 1424-1431. Yfirmaður: Ásbjörn Vigfússon. Tallinn með fremstu klerkum í landinu á sinni tíð.
  • 1436-1488. Yfirmaður: Jón Gamlason. Var áður prestur. Með fremstu prestum norðanlands. Dæmdi Ytri-ey til klaustursins, taldi að hún hefði verið ólöglega seld í tíð Ásbjarnar.
  • 1488-1495. Yfirmaður: Ásgrímur Jónsson. Áður munkur á Þingeyrum. Stóð í miklum jarðakaupum. Systir hans, Agnes, varð abbadís á Reynistað. Dó í plágunni síðari.
  • 1495-1514. Yfirmaður: Jón Þorvaldsson. Bróðursonur Ásgríms og ráðsmaður hjá frænku sinni á Reynistað um hríð. Var kærður fyrir að hafa primsignt óskírt barn og messað í óleyfi yfir Ólafi Bjarnasyni. Dæmdur til sektar. Sá um brauðkaup systur sinnar, Bjargar og Jóns Sigmundssonar, en þau voru fjórmenningar. Af því hlutust einnig dómsmál sem systkinin Agnes abbadís og Ásgrímur ábóti drógust inn í.
  • 1515-1516. Yfirmaður: Eiríkur Sumarliðason. Áður prestur í Saurbæ í Eyjafirði og ráðsmaður á Hólum. Átti í deilum vegna Grundareigna.
  • 1516-1544. Yfirmaður: Helgi Höskuldsson. Átti í margvíslegum deilum við Jón Arason biskup sem lét hann ganga þrisvar til Rómar í yfirbótaskyni.
  • 1544-1550. Yfirmaður: Björn Jónsson. Sonur Jóns Arasona biskups. Hálshöggvinn með honum árið 1550.
  • Klaustrinu lokað. Þýskur bartskeri og sárasóttarlæknir, Henrik Gerksen Hannesson, tók við góssinu í umboði konungs fljótlega eftir lokun. Óvíst er hver tók fyrst við því.

Monasticism in Iceland

Most of the monasteries in Iceland were operated according to international standards and as such they belonged to either the Order of St. Augustine or the Order of St. Benedict. Other monastic orders did not operate monasteries in Iceland. The Orders of St. Augustine and the Order of St. Benedict both practiced agriculture and fishing just like the general public, and in that sense, these two orders were well suited for Icelandic circumstances. The Order of St. Benedict did not have priests and as such they only had monks and nuns. Both of the convents operated in Iceland belonged to the Order of St. Benedict. The Order of St. Benedict made chastity a requirement along with not owning any properties among other rules for everyday way of living. For every sin there was a penalty, and the sentence was more often than not carried out with community service within the walls of the monasteries where the sick and those in need were also offered shelter. Within the walls of the monasteries communal reforms were encouraged in the forms of the writing of Hagiography and the making of cloths which carried the message of Catholic Christianity. Five monasteries in Iceland were operated under the Order of St. Benedict. Those were Þingeyrar monastery, Munkaþverá monastery, Hítardalur monastery, Kirkjubær convent and Reynisstaður convent.

Kirkjubær convent was the first convent to be established in Iceland. It was established in 1186 by the bishop in Skálholt, St. Þorlákur and was operated until 1542. By the time that the convent in Kirkjubær was established, Catholic Christianity had become strongly rooted in the Icelandic society along with the rising political power of the Catholic Church. In some ways, Icelandic women were following the trends that were going on in Europe during the medieval times with the establishment of the Kirkjubær convent. Women in Iceland also strengthened their position towards men with the establishment of the first convent. Through the convent women were in better position to protect other women than they had ever been before. Before the establishment of the convent, the only option women had if they did not want to marry or wanted to escape marriage was to live alone. It possible that the convent served as a sort of refuge for women.

 

Summary for Kirkjubær convent and its supervisors:

  • 1189-1210. Supervisor: Halldóra Eyjólfsdóttir. Was appointed as Reverend mother three years after St. Þorlákur founded the convent. She is thought to be the daughter of Eyjólfur Sæmundsson who was a priest in Oddi.
  • 1210?-1217. Supervisor: Guðrún the younger. Not much is known about her except that she was a prioress in Kirkjubær, she died in 1217. The nuns there were then Halldóra and Þuríður, the sisters of Bishop Magnús.
  • 1217-1293. Supervisor: Digur-Helgi Þorsteinsson, his son Ögmundur and others. Bishop takes control and places an estate manager over the convent in Kirkjubær in 1218. Convent operations were kept to a minimum and instead focused farming. Þuríður prioress in Kirkjubær died in 1285.
  • 1293, convent operations continue under the control of Reverend mother Agatha. She was the first Reverend mother over Kirkjubær in almost eight decades. Agatha is thought to have been Ásbjörg Þorláksdóttir who took up a saint’s name. Before the initiation she had been a nun along with her sisters Guðrún and Þorgerður. They were the sisters of bishop Árni Þorláksson.
  • 12?-1343. Supervisor: Agatha Helgadóttir. The daughter of Ásgerður Þorláksdóttir og Helgi Loftsson. Ásgerður and Helgi also had a son named Árni who became the bishop in Skálholt. It has been proposed that Agatha Þorláksdóttir and Agatha Helgadóttir might be the same person but not mother and daughter.
  • 1343-1361: Supervisor: Agnes. Before she took up a saints name, her name was Jórunn Hauksdóttir. She was the daughter Steinunn Óladóttir and Haukur Erlendsson, the lawyer who wrote Hauksbók. Agnes witnessed the event when a nun from her convent was sentenced to death by burning.
  • 1361-1387. Supervisor: Þorgerður. Bishop Michael stripped her of her position for unknown reasons. During her time as supervisor, Guðrún hin hafa, her convent sister died in the convent.
  • 1387-1402. Supervisor: Halldóra Runólfsdóttir. Bishop Michael hired Halldóra as Reverend mother instead of Þorgerður. Bishop Michael however stripped Halldóra of her title only a few months later. Halldóra later became reverend mother again in 1392 when Vilchin took over as Bishop instead of Michael. Halldóra died because of the black death plague in the year 1402 along with seven sisters. Six sisters of the convent survived.
  • 1403-1430. Supervisor: Guðrún Halldórsdóttir. Took over the position of reverend mother in difficult times after the black death but died that same year.
  • 1430-1440. Supervisor: Guðrún. Little is known about her except that during her time, one of the sisters, Margrét Þorbergsdóttir donated 60 hundred to the convent. It is unknown when she was hired for the position.
  • 1442-1488. Supervisor: Halldóra. Little is known about her and it is uncertain when she was the reverend mother. Sveinn Jónsson, the priest and household manager did business for the reverend mother in the year 1461.
  • 1488-1500. Supervisor: Oddný. Little is known about her and it is uncertain when she was reverend mother. Bishop Stefán hired priest Þórarinn Oddson as household manager at the convent in the year 1491.
  • 1500-1542. Supervisor: Halldóra Sigvaldadóttir. She was the foster mother of Bishop Gissur in Skálholt. When Gissur turned to Lutheranism, Halldóra refused to help him when he needed her.
  • 1542. The convent was closed down. The king of Denmark planed on opening a school in the convent but that never came to be. Six sisters were left in the in convent and they were allowed to stay there on the expense oft the King. They were Guðríður, Oddný, Arnleif, Ástríður, Margrét and Valgerður.
  • 1554. Einar Árnason became estate manager for both Kirkjubær and Skriðuklaustur.

 

 

The monastery in Þingeyrar was established in the year 1133 and thereby became the first monastery to get rooted in Iceland. The monastery was operated until 1551 when it was closed down in the light of the reformation. The monastery church was likely used for half a century after the monastery was closed. Þingeyrar was for a long time one of the richest lands in Iceland but the monastery also served an important role in the literary tradition of Icelanders during the medieval period.

 

Summary for Þingeyrar monastery and its supervisors:

  • 1133-1148. Supervisor Vilmundur Þórólfsson. Vilmundur was the student of Bishop Jón Ögmundsson at Hólar.
  • ?-1158. Supervisor: Nikulás Sæmundsson. It is uncertain when Nikulás became inducted, but he had already become an abbot by the year 1153.
  • A fire at Þingeyrar. The monastery was rebuilt the same year or the year after.
  • 1158-1161. Supervisor: Ásgrímur Vestliðason. Died in office.
  • 1162-1166. Yfirmaður: Þorbjörn. Little is known about Þorbjörn other than that he is mentioned in Haukur Erlendsson’s list of abbots. Two monks are also mentioned there, Ögmundur and Rimbegla.
  • 1166-1168. Supervisor: Hreinn Styrmisson. He was one of the students of Bishop Jón. He had two daughters, Valdís and Þorbjörg with Hallbera Hrafnsdóttir. Was appointed abbot in Hítardalur. He died in Hítardalur in the year 1177.
  • 1169-1181. Supervisor: Karl Jónsson. Resigned in 1181 and stayed thereafter with Sverrir, the king of Norway.
  • 1181-1187. Supervisor: Kári Runólfsson. He was the son of Runólfur, a monk at Helgafell. He died in office.
  • 1187-1207. Supervisor: Karl Jónsson. After coming back from Norway, he wrote the history of King Sverrir. Oddur Snorrason and Gunnlaugur Leifsson were then monks at the monastery and wrote the story of King Ólafur Tryggvason both in latin and old norse. Karl died in either 1212 or 1213.
  • 1207-1253. Supervisor: Þórarinn Sveinsson. Was abbot for over four decades and until his death. Styrmir Kárason was a monk there until he became and abbot in Viðey.
  • 1254-1279. Supervisor: Vermundur Halldórsson. During the time of Vermundur, Bishop Jörundur Þorsteinsson took tithes from the monastery which Jón Ögmundsson is supposed to have given to the monastery. Hafliði priest at Breiðabólsstaður was a student of Vermundur and later became the household manager at Þingeyrar.
  • 1280-1299. Supervisor: Bjarni Ingimundarson. Was thought to be so holy that church bells clung automatically.
  • 1300-1309. Supervisor: Höskuldur. Died in 1309 during a plague.
  • 1309-1338. Supervisor. Guðmundur. Nephew of Abbot Höskuldur. Cared deeply for the interests of the monastery, both financially and the education which took place within it. The monk, Lárentíus studied under the guidance of Guðmundur and later became a bishop. Guðmundur became a monk at Munkaþverá in the year 1337 but died a year later. His body was moved back to Þingeyrar and buried there. Guðmundur had disagreements with the bishops at Hólar, first Auðunn and then Lárentíus because of the tithes which had been taken from the monastery. Guðmundur appealed the case to the archbishop in Norway and stayed there for two years to follow up the case. During Guðmundur’s time, he had the monastery church enlarged in 1315and got new livery, books and bells for it. The church was blessed by bishop Auðunn.
  • 1340-1341. Supervisor: Björn Þorsteinsson. Was an abbot at Munkaþverá before he moved to Þingeyrar.
  • 1341-134. Supervisor: Þorgeir prior. Was a supervisor while there was no abbot.
  • 1344-1345. Supervisor: Eiríkur bolli Þorsteinsson. Bishop Ormur Ásláksson removed Eiríkur from position because of unknown reasons only a year after he was put in position.
  • 1345-1350. Supervisor: Stefán. Was an abbot at Munkaþverá before moving to Þingeyrar.
  • 1350-1361. Supervisor: Arngrímur Brandsson. Used to be a priest at Oddi and then a simple monk at Þingeyrar. He was accused of bad things and was made to leave. He then moved to Björgvin in Norway and became a monk there. He was then appointed as an abbot again after the church administration in Iceland had been investigated. Arngrímur wrote the story og Bishop Guðmundur Arason and wrote a poem about him.
  • 1364-1385. Supervisor: Gunnsteinn. During his time in office, the monastery was gifted the land Hæll for giving salvation and grave placement.
  • 1385-1402. Supervisor: Sveinbjörn Sveinsson. Died in a plague which only one monk survived.
  • 1402?-1424. Supervisor: Sr. Jón Þorfinnson. Is thought to have been the most likely to take position as an supervisor when there was no abbot in the monastery after the plague.
  • 1424-1431. Supervisor: Ásbjörn Vigfússon. Is thought to have been among the most notable clergymen in Iceland during his time.
  • 1436-1488. Supervisor: Jón Gamlason. Was among the most notable priests of Northern Iceland before becoming a monk. Judged Ytri-ey to the monastery because he thought that it had been illegally sold when Ásbjörn was the supervisor.
  • 1488-1495. Supervisor: Ásgrímur Jónsson. Was a monk at Þingeyrar. Was responsible for the acquisition of many lands. His sister, Agnes became a reverend mother at Reynistaður. He died during the plague of 1494-1495.
  • 1495-1514. Supervisor: Jón Þorvaldsson. He was the nephew of Ásgrímur and a household manager for his aunt at Reynistaður for a while. Was charged for having prime signed a child that was not christened as well as having performed a mass over Ólafur Bjarnasyni without permission. For this he was fined. He later was responsible for the marriage of his sister Björg and Jón Sigmundsson but they were cousins. This caused a court case in which the siblings reverend mother Agnes and abbot Ásgrímur became involved.
  • 1515-1516. Supervisor: Eiríkur Sumarliðason. Was a priest at Saurbær in Eyjafjörður and a household manager at Hólar. Stood in conflict because of Grundareignir.
  • 1516-1544. Supervisor: Helgi Höskuldsson. Conflicted with bishop Jón Arason on various occasions. Jón made Helgi walk three times to Rome to penance.
  • 1544-1550. Supervisor: Björn Jónsson. Was the son of bishop Jón Arason. Was beheaded along with his father in the year 1550.
  • The monastery closed. A german barber and syphilis doctor, Henrik Gerksen Hannesson became the household manager in the authority of the king soon after the monastery closed. It is uncertain who was the first one to be the household manager after the monastery closed.

Tæknilegar upplýsingar

Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands.
Þráður: Stjórnandi verkefnisins. Hefur yfirumsjón með fornleifarannsóknum sem fara fram innan verkefnisins.

James Clark, prófessor í sagnfræði við Exeter háskóla.
Þráður: Þróun og útbreiðsla Benediksreglna í Evrópu fyrir siðaskiptin.

Gottskálk Jensson, dósent við Deild Norrænna fræða og málvísinda við Háskólann í Kaupmannahöfn og aðjúnkt við Íslensku- og menningardeild við Háskóla Íslands.
Þráður: Rannsókn á miðalda handritum og bókaframleiðslu í Benediktínarklaustrum.

Ulla Mannering, prófessor í textíl fornleifafræði við Þjóðminjasafn Danmerkur.
Þráður: Yfirumsjón með rannsóknum á miðaldartextíl frá Íslandi.

Joe W. Walser III, mannabeinafræðingur við Þjóðminjasafn Íslands.
Þráður: Yfirumsjón með greiningum á mannabeinum, handritum, textílum sem finnast í verkefninu.

Alan Outram, deildarstjóri og prófessor í fornleifafræði við Fornleifafræðideild Háskólans í Exeter.
Hlutverk: Mun leiðbeina doktorsnemanum sem mun rannsaka dýrabeinaleifarnar sem finnast við fornleifarannsóknirnar í tengslum við handrit og textíl gerð sem og rannsókn varðandi mataræði í klaustrunum.

Egill Erlendsson, prófessor í landfræði við Háskóla Íslands.
Hlutverk: Yfirumsjón með rannsóknum tengdum landnotkun og umhverfi sem sjást í fornleifafræðilegum sem og náttúrulegu samhengi innan svæðisins sem var notað í tenglsum við klaustrin.

Svavar Níelsson, verkefnisstjóri

Jakob Orri Jónsson, uppgraftarstjóri

Sigrún Hannesdóttir, doktorsnemi

Védís Eir Snorradóttir, doktorsnemi

Delaney Dammeyer, MA nemi

Almar Smári Óskarsson, BA nemi

Daníel Freyr Ívarsson, BA nemi

Sigþór Bjarmi Geirsson, BA nemi

Þorgerður Hjelm Daníelsdóttir, BA nemi

Janet Montgomery, prófessor í fornleifafræði við Háskólann í Durham.
Hlutverk: Stjórna og hafa yfirumsjón með rannsóknum tengdum ísótópa greiningum á beinagrindum sem finnast við fornleifarannsóknir verkefnisins með það að leiðaljósi að rannsaka matarræði og landfræðilegan uppruna.

Agnar S. Helgason, vísindamaður hjá Íslenskri Erfðagreiningu og prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands.
Hlutverk: Yfirumsjón með greiningum og túlkunum á DNA gögnum tengdum verkefninu.

Lynda Howard, PhD skordýraleifafræðingur og sjálfstæður fræðimaður.
Viðfangsefni: Ábyrg fyrir því að skoða skordýraleifa sem finnast í fornleifauppgröftum verkefnisins.

Scott Riddell, MA í fornleifafræði, doktorsnemi í umhverfisfornleifafræði.
Viðfangsefni: Mun skoða og greina vistfræðilegar leifar eins og til dæmis frjókorn.

Sigriður S. Ebeneserdóttir, BA og MA í mannfræði, doktorsnemi í Háskóla Íslands.
Viðfangsefni: Mun sjá um rannsóknarvinnu og greiningu á DNA gögnum hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Tina Jakob, líffornleifafræðingur og sérfræðingur í fornleifafræðilegum vísindum hjá Durham háskóla.
Viðfangsefni: Ber ábyrgð á ísótópa greiningum, greiningum á sýnum úr manna og dýrabeinum. Mun einnig leggja til túlkanir og greiningar á ýmsum líffornleifafræðilegum hlutum sem tengjast verkefninu.